Re: svar: Þórisjökull

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur Re: svar: Þórisjökull

#49035
Ólafur
Participant

Athyglisvert

Maður fer að halda að það sé hættur að myndast ís þarna. Hér áður fyrr var það árlegur viðburður að fara þarna uppeftir og þá var hægt að treysta á að þarna væri ís eftir sambærilega frostakafla og núna. Síðustu 3-4 ár virðist mér þetta hafa verið frekar dapurt…ég keyrði þarna uppeftir fyrir 3-4 árum í fullt af snjó eftir langan frostakafla og þá var ekki snefill af ís í leiðinni. Mér sýnist Þórisjökullinn búinn að vera frekar dapur alveg síðan og ekki lengur hægt að treysta á að komast í góðan ís þar.

Spurning um að fara bara frekar á Airwaves…eða labba inní Eilífsdal.