Re: svar: Telemark skíðum stolið

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemark skíðum stolið Re: svar: Telemark skíðum stolið

#50949
Steinar Sig.
Meðlimur

Jæja þá er maður nú búinn að gefa upp alla von á að endurheimta blessuðu skíðin. Það er enginn nógu vitlaus að reyna að koma þessu í verð.

Þá er bara að browsa um netið og setja saman draumaskíðapakkann!

Eru ekki einhverjir proffar sem geta bent mér á draumapakkann sinn?

Ég er staðráðinn í að vera á öryggisbindingum og líst best á Voile Hardwire 3-pin CRB. Hægt að smella vírnum af bindingunni og ganga léttur og vírlaus upp í venjulegri þriggja pinna bindingu.

Varðandi skíðin hef ég verið að leita að einhverju í léttari kantinum, en þó alvöru skíðabrekkuskíðum.

Hugmyndir: BD Frantic og Volkl Snow Wolf

http://www.voile-usa.com/telehw3pincrb.html
http://www.blackdiamondequipment.com/gear/frantic.php
http://www.telemarkski.com/istar.asp?a=6&id=vol001!vol01

Hafa einhverjir spekingar álit á þessum skíðum eða öðrum?