Re: svar: Sunnudagsmontið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Sunnudagsmontið Re: svar: Sunnudagsmontið

#52391
Siggi Tommi
Participant

Ja, hvernig á að meta P6 annars?
Þetta var alla vega alveg óheyrilega yfirhangandi og tæknilegt nánast alla leið.
Fyrsta spönnin var sú allra erfiðasta sem ég hef klifrað (mun erfiðari en fyrsta spönnin í Stekkjastaur á Festivalinu í fyrra en Albert og co. sögðu hana vera WI6) og fær Robsterinn stórt prik fyrir að leiða hana svona glæsilega.
Önnur spönnin var aðeins skárri, „bara“ létt í fangið fyrri partinn og svo lúmskt erfitt lóðrétt restina eftir hliðrun undir tjaldi. Erfiðari en flestar 5. gráður sem ég hef prófað og prýðilega leitt hjá Hr. R.
Þriðja spönnin var svo meira hressandi en leit út fyrir með tveimur 5m létt slúttandi höftum og rest aðeins skárri (samtals 25m brattur ís) og svo 25m skrölt upp fyrir brún. Nokkuð hressandi leiðsla fyrir mig en ætli hún hafi ekki verið svona temmileg WI5 (ætli það sé ekki ca. P3? :)
Var Palli búinn að gráða þessa leið annars?