Re: svar: Sunnudagsmontið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Sunnudagsmontið Re: svar: Sunnudagsmontið

#52390
Anonymous
Inactive

Leiðin sem þú talar um var farin fyrir nokkrum árum af Guðmundi Helga og Jóni Hauki minnir mig. Skoran var rennblaut niðri og rétt í byrjun á 2. spönn. En sjálf skoran var alveg þurr og er það í fyrsta skiptið sem ég klifra sjálfa skoruna í algerlega þurrum aðstæðum. Það skal tekið fram að fyrsta spönnin á skorunni eru alveg fullir 40 metrar og enda uppi í eins konar helli undir þakinu þar sem sjálf skoran byrjar. Ef menn eru að stoppa neðar þá eru þeir að setja sig í hrunhættu. Eina hrunið sem við sáum þarna var úr stálinu fyrir ofan og rétt vinstra megin við sylluna góðu. Það kom hrun þegar við vorum báðir komnir upp á sylluna. Já það er alltaf að koma hrun úr fossinum það er alveg eðlilegt en alltaf frekar óþægilegt að heyra þungar drunurnar á c.a. hálftíma fresti þegar stór stykki hrynja niður fossinn. Það gerðist nokkuð oft í gær.
Olli