Re: svar: Stjórn ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: svar: Stjórn ÍSALP

#51057
1908803629
Participant

Sælir garpar,

Til upplýsinga er ég einn af nýjum frambjóðendum til stjórnar Ísalps en ég tilkynnti það formlega til formannsins í janúar.

Ég geri ráð fyrir því að fáir í Ísalp þekki mitt nafn þar sem ég er hálfgerður nýliði í félaginu, búinn að vera meðlimur í 2-3 ár og ekki farið mikið fyrir mér. Ég hef aðallega verið sýnilegur í Klifurhúsinu þar sem klifrið er mitt helsta áhugamál en því til viðbótar stunda ég hina ýmsu útivist af mismiklum krafti.

Ástæða fyrir því að ég býð mig fram er vegna mikils áhuga á starfi félagsins og því sem það stendur fyrir. Það að ég sé „nýliði“ er að ég tel kostur þar sem ég tel mig geta gegnt óformlegu hlutverki sem fulltrúi nýliða og „afþreyingar útivistarmannsins“ sem væri ágætis mótværi við hinn „harðkjarna“ hóp sem situr (væntanlega) í stjórn. Ástæða fyrir því að ég nefni þessar áherslur er að mér hefur fundist vanta betra „aðgengi“ fyrir þennan stóra hóp inn í félagið, a.m.k. hef ég upplifað það þannig.

Ég tel mig hafa reynslu, bæði úr atvinnulífinu og öðru félagsstarfi sem getur nýst þessu félagi.

Ég vona að þetta sé ekki túlkað sem áróður en mér finnst eðlilegt að gera stuttlega grein fyrir mér fyrir fundinn.

Ágúst Kristján Steinarrsson