Re: svar: Slys í munkanum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í munkanum Re: svar: Slys í munkanum

#53075
1908803629
Participant

Já, varð smá slys en fór furðu vel miðað við fallið, en sá sem lenti í því er Smári Stefánsson – stjórnarmeðlimur Ísalp með meiru.

Ég mætti á svæðið rétt eftir að hann datt niður ca. 6-10 metra úr leið 11, Flögutex. Hann var að leiða hana í dótaklifri, búinn að skella í fjórum hnetum á leiðinni og meira að segja búinn að síga niður á einhverjum þeirra. Svo á fjórðu hnetu þurfti hann að setjast niður og hún gaf sig strax og allar hinar líka.

Þannig að Smári féll niður í nokkurn vegin frjálsu falli en af einhverri ótrúlegri lukku tognaði hann eingöngu á ökkla á öðrum fæti, og hugsanlega slitið liðband.

Lögga, sjúkraliðar og vaktlæknir mættu á staðinn og ég hjálpaði til við að koma honum upp úr gilinu, sem tók ágætis tíma.

Kaldhæðnin við þetta fall er reyndar það að Smári var með klifurnámskeið og var nýbúinn að segja „þetta er 100% öruggt, þið getið alveg treyst þessu“ (eða eitthvað í þá áttina).

En kallinn er það mikill nagli að hann var mættur niður í gilið aftur í morgun (daginn eftir) og hélt áfram námskeiðinu. En hann seig niður og júmmaði sig upp í lokin. Svo fékk hann mig til aðstoðar við hluti sem kröfðust tveggja heilla ökkla… þ.e klifur og sýnikennslu ;-)

Annars eru allar líkur á því að Smári hafi skellt hnetum í stóru flöguna sem er í raun laus, og er varað við í leiðarvísinum. En þar sem Smári hélt að hann væri í annarri leið, nr. 10 Horninu við hliðiðina, áttaði hann sig ekki á því.

Hér er því kjörið að vekja athygli á því hve varasöm þessi flaga er og það mætti alveg skoða þann möguleika að losa hana alfarið frá, en það er hugsanlega ekki svo mikið mál.

Annars vil ég bara hrósa Smára fyrir að láta þetta ekki stoppa sig og mæta aftur í dag og síga niður með meiru, enda eðlilegt að vera pínu smeikur eftir svona fall. Svo er hann eflaust fyrsti fatlaði maðurinn á hækjum í Munkaþverárgili. :-D

Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt sögustundina fyrir Smára en hann kemur eflaust með betri upplýsingar um atburðinn.