Re: svar: Skoran

#50954
2502614709
Participant

Já þetta var frábær ferð í Eyjafjöllin. Skoran í mun erfiðari aðstæðum en síðast 5+. Ég að vísu eldri og þreyttari kláraðist eiginlega á fyrstu metrunum. Haukur var í feikna stuði og leiddi spönn 2 og 3 með miklum stæl. Ótrúlega skemmtilegt – gargandi snilld! Kemur væntanlega ekki í aðstæður aftur á þessu tímabili….. Eitthvað til af myndum birtum þær síðar. Mér gengur alltaf betur og betur að skilja það sem er skrifað hér en að fá „smá fiðring í skvííík“ – Það er erfitt að finna orð – maður finnur augu Árna „Tjarnardúk“ Johnsen í hnakkanum og Suðurlandsundirlendið breiðir úr sér í báðar áttir. Skvííík??
Var Þrymskviða kveðin af Ívari og Viðari í gær?
Lifið heil (Písát?)