Re: svar: Púður og snjóflóðahætta

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Púður og snjóflóðahætta Re: svar: Púður og snjóflóðahætta

#50902
2806763069
Meðlimur

Get tekið undir þetta með síðasta ræðumanni. Við Viðar vorum að koma úr Grafarfossinum. Ísaðstæður eru eins og best verður á kosið. Hinsvegar hefur hið sjaldgæfa púður nú fokið til og myndað væna fleka í öllum giljum. Það er því full ástæða til að fara að öllu með gát. En þar sem ekki er mikill snjór ætti að vera nokkuð auðveld að velja snjólausar/litlar leiðir upp og niður. Gleymið samt ekki að þunnir flekar bresta frekar en þykkir.

Mæli með því að síga t.d. niður út leiðunum í Villingardal til að losna við hættulegustu snjóflóðabrekkurnar.

Samt engin ástæða til að sitja heima, bara að kveikja á hausnum og passa að batteríin í ýlinum séu í lagi. Hann er svo eins og Árni bendir á frekar léleg fjárfesting ef ekki er til staðar kunnátta, skófla og stöng.

Kv.
Softarinn