Re: svar: Olli flottur

Home Umræður Umræður Almennt Olli flottur Re: svar: Olli flottur

#51491
1610573719
Meðlimur

Takk fyrir hlý orð kappar. Ég var að koma af jökli í morgun eftir að hafa farið (með þungan sleða í eftirdragi) 153 km á 5 dögum og farið á eina 12 toppa (alla sem fyrir voru) en ekki nema um 7 þeirra eru á listanum góða. Við fengum kalt en mjög bjart veður. Ég verð að segja það að þessi gerð fjallamennsku er hörkupúl og tek ég ofan fyrir hverjum þeim sem stundar hana. Ívar ég hef fullan hug á að fara á Skarðatinda enda eru þeir svo flottir að það er eiginlega varla hægt að sleppa þeim. Ég ætla nú samt ekki ísklifurleiðina þó ég gjarnan vildi, heldur bara venjulega leið.
Það verður nú að viðurkennast að þetta er svolítið meira mál heldur en ég gerð mér grein fyrir í byrjun(fyrirsjáanlegt) en það þýðir lítið að grenja yfir því heldur en bara halda áfram að hamast og hamast. Ég þarf nú helst að passa mig á að ganga ekki um of á líkamann því maður hefur jú bara einn slíkan.
Kveðja Olli.