Re: svar: Ný stjórn

Home Umræður Umræður Almennt Ný stjórn Re: svar: Ný stjórn

#51134
2806763069
Meðlimur

Það er mín tilfinning að sportklifur og Ísalp hafi með árunum verið að fjarlægast hvort annað. Vonandi verður það að hafa nokkrar ,,æfinga rottur“ í stjórninni til að bæta úr þessu. Svo maður vitni í öflugasta ísklifrara Íslendinga fyrr og síðar þar sem hann var að klifra 3gr. í Glymsgili: ,,Þetta er allt klifur!“

Styð því allar hugmyndir um að koma á Klettafestivali (aftur) og það má þá líka endurvekja Hnappavallaglímuna og Rauðhöfðahlaupið!

Og svona þar sem ég er farinn að skipta mér af:
Sakna þess að sjá gönguskíðaferðir á dagskránni og held einnig að menn ættu að gera eitthvað fyrir sívaxandi hóp þeirra sem stunda fjallaskíðun (samheiti yfir það að labba á fjöll á skíðabúnaði hverskonar með það að markmiði að renna sér niður aftur, konur eru líka menn, en menn eru ekki konur).

Spennandi tímar framundan!

Kv. Ívar