Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51784
1908803629
Participant

Smá innlegg varðandi fyrir hverja Ísalp er. Hér kemur lýsing á Ísalp eins og það er í dag (og hefur væntanlega verið í 30 ár), fengið af þessari síðu, undir Um Ísalp. Það ber ekki mikið á hardcore fókus þarna.

„Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) er félag áhugamanna um fjallamennsku. Það var stofnað 1977. Nafnið dregur Alpaklúbburinn af samskonar félögum sem eru starfrækt um allan heim. Þessi félög miðla upplýsingum um fjallamennsku, halda námskeið, sjá um ferðir, o.s.frv.

ÍSALP býður upp á námskeið í flestum þáttum fjallamennskunnar. Farnar eru ferðir við flestra hæfi sem eru gráðaðar eftir erfiðleikastigi. Haldnar eru sýningar og myndbandskvöld. Myndarlega er staðið að útgáfustarfsemi með veglegu ársriti og þessum vef.“