Re: svar: Mont Blanc

Home Umræður Umræður Almennt Mont Blanc Re: svar: Mont Blanc

#48739
Siggi Tommi
Participant

Góður punktur hjá síðasta ræðumanni.
Lenti einmitt óþyrmilega í fjallaveiki fyrir nokkrum árum þegar ég reyndi að brölta þarna upp en hafði ekki tíma í almennilega aðlögun. Gefið ykkur góðan tíma í aðlögun áður en þið reynið við toppinn því 4600m er töluvert.
„Klifrið hátt en gistið lágt“ minnir mig að sé heilræði sem var gefið einhvern tímann við hæðaraðlögun…
Fór sjálfur um páska upp Grand Mulet á skíðum en algengasta sumarleiðin er Gouter leiðin, sem er víst alls ekki tæknileg en grjóthrun getur verið varasamt á einum stað. Lokahryggurinn er varasamur og ber að fara þar um með varúð (ég sneri við þar í svimakasti og ógleði).

Annars er nóg af heimasíðum sem ættu að geta sagt ykkur allt um fjallið.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun.