Re: svar: MOB (Man Over Board)

Home Umræður Umræður Almennt MOB (Man Over Board) Re: svar: MOB (Man Over Board)

#50363

Mikið er ég sammála öllu því sem hér að ofan stendur. Eitthvað þarf að gera og við skulum kalla það lágmarkskröfur frekar en boð og bönn. Það er ekkert annað en eðlilegt að fólk sem starfar, til að mynda í ferðaþjónustu á jökli, hafi aðeins meira en ekkert vit á sprungubjörgun. Persónulega hef ég reynslu af þessum málum og veit að mjög mikið vantar uppá kunnáttu margra sem sem starfa á jökli og þjálfun nýrra starfsmanna er fáránlega lítil þegar kemur að því að undirbúa menn undir óvænt atvik.

Ég tel eðlilegt að fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á jökul, séu skylduð til að sýna fram á lágmarkskunnáttu starfsmanna til að bjarga fólki úr sprungu, í fyrstuhjálp og öðru slíku. Hér er ég ekki bara að hugsa um ferðamanninn sem fer í ferð heldur einnig starfsmanninn sem væri í heldur sorglegri stöðu ef hann gæti ekki gert neitt til að redda málunum.

En auðvitað á það að gilda um alla sem ferðast á jökli að þeir hafi kunnáttu því sem þeir eru að gera, ekki bara þá sem starfa við það. Sjálfur verð ég stressaðri með árunum og eftir því sem ég kann meira, því maður skynjar þá betur og betur hversu varhugaverð svæði jöklar eru.