Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

#53472
2806763069
Meðlimur

Ok Andri.

Nú erum við komnir á hættulegar slóðir. Ég skoðaði reyndar ekki ykkar leið nema mjög yfirborðslega að neðan, en sá svo sem ekki annað í stöðunni en að bolta hana.

Í mínum huga er þetta ákvörðun þeirra sem fyrstir klifra leiðirnar. Hinsvegar eru til hlutir sem ekki má bolta vegna þess að það er augljóslega hægt að tryggja með náttúrulegum tryggingum.
Það getur svo oft verið matsatriði hvað er hægt að tryggja náttúrulega og hvað ekki. Eins og þú bendir á er þetta mat mjög einstaklingsbundið.

Hvað það snertir að skapa hefð á ákveðnum svæðum þá er ég algerlega ósammála þér með það. Þetta er alltaf spurning fyrir hverja leið fyrir sig. Ef þú vilt setja öll svæðin undir sama hatt þá er víst næsta verkefni að bolta Vöflujárnið á Hnappavöllum!

Það er hinsvegar hefð fyrir því að menn bolti leiðir til vinsælda á íslandi. Um þetta eru nýmörg dæmi á Hnappavöllum. Can-Can er gott dæmi sem fáir hugsa út í. Í ansi mörgum löndum væri líklega löngu búið að klippa boltana úr Grænubyltingunni og Doug Scott feldi víst tár þegar hann sá boltana í Janus (þó ég verði nú að viðurkenna að ég sé ekki fyrir mér hvernig á að tryggja hana).

Klifur er hinsvegar ekki vinsældarkeppni, klifur er ævintýri. Íþrótt með fáum og oft á tíðum nokkuð óljósum reglum.
Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér síðustu daga. Hvað Síamstvíburana varðar er um tvo kosti að ræða. Bolta leiðina til að gefa fleirum tækifæri á að fara hana og ræna þar með menn eins og Robba og Sigga tækifærinu á að fara hana á náttúrulegum tryggingum. Hinn kosturinn er að bolta hana ekki. Afleiðingarnar af því verða þær að fjöldi klifrara sem gæti haft gaman af að klifra leiðina og eiga fullt erindi í hana kemur ekki til með að reyna hana.

Þeir eiga hinsvegar val. Þeir geta farið leiðina í ofanvað, gert eins og við og æft hana og fortryggt. Ef leiðin hinsvegar er boltuð eiga menn ekkert val lengur. Jafnvel sá sem ákveður að fara leiðina án þess að klippa í boltana veit af þeim. Ævintýrið verður aldrei það sama aftur.

Ef það hefði verið einhver vafi á því hvort mögulegt er að tryggja þetta væri það mér sönn ánægja að bolta leiðina. Það er hinsvegar þannig að við Haukur klifruðum leiðina báðir á náttúrulegum tryggingum, þó stíllinn hafi kannski ekki verið alveg fullkominn. Við duttum ítrekað í eina trygginguna (sling utan um ís) og héngum og sigum frá klettatryggingunum. Það er því fullkomlega ljóst að það er hægt að tryggja þessa leið á fullkomlega ásætanlegan hátt.

Jólagjöfin mín er því til Elítunar þetta árið – ég segi nei við boltun.

Ef Haukur er annarar skoðunar þá má hann ráða hvað gert verður.

Kv.
Hardcore – Gleðileg Jól!