Re: svar: man vs. wild

Home Umræður Umræður Almennt man vs. wild Re: svar: man vs. wild

#51593
0311783479
Meðlimur

Hæ hó,

Kona nokkur úr þessu próduksjón-liði hafði samband við Davy félaga minn (maður skoskur) í byrjun árs og vildi fá „first hand account“ lýsingar af þeim „hrikalegu“ „survival“ aðstæðum sem hann upplifði þegar hann fór að klifra með mér í Svarfaðar-/Skíðadal um páskana 2006.
Davy lýsti fyrir henni að þetta hefði bara verið sakleysislegt klifurfrí, ekkert sérstakt drifið á dagana sem talist gæti „lífshættulegt“ nema fyrir utan að Ósk Norðfjörð hefði setið um okkur (e. stalking) í laugum Norðlendinga.

Ekki var Bear þessi til í að leika það eftir oss…

En hún tjáði Davy að Björn (e. Bear) hefði þá þegar fengið nokkar juicy sögur sem hann ætlaði að leika eftir.

Er Davy reyndi lymskulega að verða sér úti um frítt far til Íslands (= pótensjal klifurfrí) til að sýna þeim hvar þessar blessuðu laugar væru þá var kona þessi snögg til að svara að Björn væri nú þegar búinn að verða sér úti um UIAGM-menn til að leiða sig í allan sannleikann um hættur á óförnum slóðum Íslands.

Þannig fór nú það; gott þó til þess að vita að einhver hafi fengið eitthvað upp úr þessu, vona að það hafi verið heimamenn – ekki innflutt vinnuafl ;o)

Bestu kveðjur
Halli

Sakleysislegt klifurfrí um páska 2006 (nb! vantar myndir af þessum atvikum í laugunum):
http://gallery.askur.org/album534