Re: svar: Leifsbók

Home Umræður Umræður Almennt Leifsbók Re: svar: Leifsbók

#51703
Anonymous
Inactive

Veistu það Ívar minn að ég hef ekki hugmynd. Nú sé ég fyrir endan á þessu verkefni (loksins!!!!) og ætla ekki einu sinni að hugsa um hvað er næst heldur njóta þess að klára það sem maður stefnir að og slappa svolítið af. Eftir að ég kláraði Tröllaskagann á 39 tímum var ég spurður þessari sömu spurningu og sagði ég einnig „Ég hef ekki hugmynd!!“ Það er bara það eina sem ég get sagt er að hlutirnir gerast bara og hugmyndirnar fæðast bara þegar þær eru tilbúnar til þess. Ég tel mig alla vega vera færan um að gera ýmislegt en ætla ekki að vera með neina yfirlýsingar hér. Ég bara vona að næsta verkefni(ef til þess kemur) verði jafn skemmtilegt og krefjandi og þetta en ég gæti alveg hugsað mér eitthvað sem tekur svolítið styttri tíma en tæpt 2 ár í undirbúningi og framkvæmd.
Nú veit ég að fólk gerir sér almennt litla grein fyrir þeim fórnum og þeirri stefnufestu sem þarf til þess að klára eitthvað svona en ég veit að þú Ívar hefur talsverða hugmynd um það.
Það eina sem ég veit er að ég hef skapað mér ótrúlega margra minninga sem ég ætla að njóta lengi vel og þær tæplega 3500 myndir sem ég er búinn að taka á árinu verða vandlega yfirfarnar og nokkrar (um 100) bestu teknar út og búin til myndasýning fyrir aðra til að njóta.
Fjallakveðja Olli
P.S. er að fara upp í Vonarskarð á miðvikudag en geri ekki ráð fyrir að einhver geti farið með :) Þar verða farnir 3 tindar og eru þá eftir 4 toppar og vonandi verða 3 af þeim farnir í Skaftafelli um næstu helgi ef veður verður ekki snarvittlaust.