Re: svar: leiðarvísir

Home Umræður Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52873
Björk
Participant

Leiðin sem var farin áður fól í sér að það þurfti að labba yfir þar sem nú stendur sumarbústaður.
Persónulega skil ég alveg að sumarbústaðaeigendur séu ekki að fíla að það hafa fullt af fólki alltaf að labba yfir lóðina hjá sér.
Það er mikið um innbrot í sumarbústaði og það að læsa hliðinu er ein leið til að koma í veg fyrir slíkt.
Það var talað um að reisa girðingu í kringum bílastæðið til að koma í veg fyrir að hestar skemmi bílana. ÞaðÞað er þá eitthvað sem við þurfum að ganga í.
Sumarbústaðareigendur eru að vilja gerðir að finna sameiginlega lausn á þessu með okkur. Mér finnst þessi lausn ekkert svo hræðileg, það er fín upphitun að labba upp brekkuna.