Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52751
1704704009
Meðlimur

Uppstillinganefnd er kjörin á aðalfundi. Nokkrar spurningar í þessu sambandi.

1. Framboð til nefndarstarfanna. Eiga þau að berast og þá hverjum? (uppstillinganefnd/stjórn..) og þarf ákveðinn fyrirvara líkt og með stjórnarframboð – eða verður ekkert framboðstilstand heldur einfaldlega kosið í nefndina samkvæmt gömlu aðferðinni á aðalf?

2. Á stjórn/fundarstjóri/aðrir að sjá um framkvæmd kjörs uppstillinganefndar á aðalfundi?

3. Varðandi stjórnarframboð í framhaldi af hugsun Palla ef ekki finnast framboð. Segjum að næg framboð finnist en aðalfundur tekur upp á því að hafna þeim öllum – er til plan B um að manna stjórnina? Hvað skal gera ef enginn frambjóðandi fær eitt einasta atkvæði? Fjarlægur möguleiki en eigi að síður þess virði að velta honum upp fyrst við erum byrjuð.