Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52426
1908803629
Participant

Eins góð og skrifleg samskipti geta verið þá eru þau auðvitað alltaf háð því að erfitt er að túlka skilaboðin að fullu. Ég vona allavega að þau skilaboð sem hafa komið frá mér hafi ekki verið túlkuð þannig að ég sé eitthvað „fúll á móti“ bara af því að ég er að reyna að upplýsa betur um efni og áherslur laganna. Þó ég hafi ekki talað við aðra stjórnarmenn þá held ég að það sé sama upp á teningnum þar, allavega í allflestum tilfellum.

Ég er ekki heldur að „verja“ þessi nýju lög, eingöngu að reyna að upplýsa.

Það er aftur á móti ekki rétt að eingöngu einn aðili hafi séð um breytingarnar á lögunum og að fæstir stjórnarmenn hafi lesið yfir með gagnrýnu hugarfari. Þó að ég hafi gert fyrsta uppkastið þá fór þetta marga hringi innan stjórnar og jafnframt farið yfir efnistök á tveimur, eða þremur, stjórnarfundum (man það ekki alveg).

Spurt er, hvers vegna að breyta bara til að breyta? og þá verið að vísa í fyrstu greinar nýju laganna.

Hugsunin var amk sú að við vildum að nýju lögin tækju mið af nýrri stefnumótun, þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu fjallamanna (af því að það eru ansi margir fjallamenn sem eru ekki félagar í klúbbnum) og að vexti (sem er visst framhald af fyrri punktinum en einnig að leggja aukna áherslu á að laða að nýliða og vera aðgengilegri nýliðum). Þetta kemur jafnframt fram í framtíðarsýninni í stefnumótuninni.

Þetta eru áherslubreytingar sem við viljum að séu sýnilegar og muni einkenna störf klúbbsins til frambúðar. Þetta er semsagt viðbót við það sem þegar hefur verið skilgreint sem grunnlýsing á Íslenska alpaklúbbnum, en orðað öðruvísi. Annað sem kemur fram er að taka á alveg sömu hlutum og þegar eru til staðar í klúbbnum, en orðað öðruvísi og jafnframt örlítið ítarlega.

Fyrir mína parta hefur þú vissulega vakið mig til umhugsunar og er ég ánægður með að þú hafir komið þínum skoðunum á framfæri. Mér þykir jafnframt slæmt að það séu ekki fleiri að tjá sig um þessi mál, hvort sem það sé jákvæðum eða neikvæðum nótum. Við munum klárlega taka aðeins til í lögunum, þá sérstaklega málfar en það er spurning með restina, þ.e. hvort það sé í lagi að við förum að breyta efnisáherslum með svo stuttum fyrirvara…

Verði það svo raunin að lögin fái ekki kosningu vegna þeirra efnisathugasemda sem hafa komið fram þá verða þau væntanlega endurskoðuð og bætt fyrir næsta aðalfund/félagsfund, ef vilji er fyrir því.