Re: svar: Klifur í Kjalardal

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í Kjalardal Re: svar: Klifur í Kjalardal

#51577
SkabbiSkabbi
Participant

Þetta er flottur ís og verulega kúl að hann sé svona nálægt bænum.

F.F. þýðir fyrst farin eða fyrsta ferð. Við í Ísalp reynum að halda utanum hvað er klifrað af nýjum leiðum í ís, snjó og klettum á hverju ári. Hægt er að skrá nýjar leiðir hér á vefnum eða spreyja á spjallsíðunum. Bókhaldið um íslenska fjallamennsku er svo gefið út í ársritinu margrómaða (stay tuned kids!).

Það hefur viljað brenna við síðustu ár að menn segi ekki frá nýjum ísklifursvæðum og leiðum. Hvort sem um er að ræða hógværð eða nísku gildir einu, aðrir fá ekki að njóta svæðanna og enginn veit hverjir fyrst klifruðu og hvenær.

Ef þú hefur e-r upplýsingar um þetta svæði, hvenær fyrst var klifrað þar, hvaða leiðir og hverjir voru að verki, máttu gjarnan senda mér línu á arsrit@isalp.is.

Allez!

Skabbi