Re: svar: Ísfestival – aðeins meira

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestival – aðeins meira Re: svar: Ísfestival – aðeins meira

#48272
0405614209
Participant

Blessaður Rúnar.

Ég er búinn að vera í sambandi við þau í Freysnesi/Hótel Skaftafelli. Við eigum pantað húsið þar sem svefnpokaplássið er – samtals 15 herbergi og 2 rúm í hverju herbergi. Svo er möguleiki að koma 3ja aðila á dýnu á gólfið. Samtals pláss er því fyrir 45 manns ef allir eru sáttir og sammála. Hinn kosturinn er að fá þá til að opna félagsheimilið og þá er hægt að koma fleiri fyrir. Staðarhaldarinn (Anna María) ætlaði að hugsa fyrir matseldinni og við ætluðum að vera í sambandi með það þegar einhverjar upplýsingar lægju fyrir um fjölda.

Það verður sett saman dagskrá og gott að fá þitt innlegg í umræðuna og tillögurnar. Ég skal lofa þér því að stjórnin mun vinna í málinu og setja saman veglega dagskrá.

Það væri fínt ef þú gætir bætt við skráninguna þína upplýsingum á textasvæðinu hvað þú áætlir að margir mæti að westan. Það verður þá hægt að vinna út frá þeirri tölu.

Bestu kveðjur
Halldór formaður