Re: svar: Hvernig skíði?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig skíði? Re: svar: Hvernig skíði?

#53596
2006753399
Meðlimur

Ný skíði já Árni! það er þá spurning hvort þú lendir ekki í vandræðum með að finna eitthvað sem passar við bleiku scarpa vega plastskóna. Gætir þurft að spreyja skíðin til að lenda ekki í grófu stílbroti í fjallinu.

Ef þú ætlar að telemarka þá finnst mér betra að vera á aðeins mýkri skíðum (utanbrauta) en fyrir AT, annars er þetta mjög sambærilegt. Er sjálfur á BD Havoc sem eru fín, mátulega breið og stíf fyrir ísglenskla harðlífið.

PS.
Massagott skíðafæri í Bláfjöllum í kvöld – talsvert pow pow en grjót á stökustað. Stórt flekaflóð fyrir ofan sólskinsbrekkuna, allavega 1m í brotstál þar sem mest var, tugi metra breitt – passa sig utanbrauta.