Re: svar: Hraundrangi?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundrangi? Re: svar: Hraundrangi?

#53052
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Þessi samtök eru nú grasrótarsamtök þannig að við hljótum frekar að skora á einhvern félagsmann að gera nothæfan leiðarvísi.
Það er fullt af liði búið að fara þarna upp og ég og fleiri hafa myndað þetta í bak og fyrir. Ætti því ekki að vera erfitt að strika nokkrar línur á þetta og skrifa nokkur orð um aðkomu, klifrið sjálft, línumálin og slíkt.
Info og allt er til á þessum þræði og eldri þræði frá í júní/júlí.
Bara spurning um að taka það saman.

Örn og Ágúst. Nú er boltinn hjá ykkur enda þið með leiðina ferska í minni.
Getið kíkt á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Hraundrangi14JN2008# og sent á mig póst á hraundrangi(hjá)gmail.com ef þið viljið einhverja mynd í hærri upplausn.
Vil gjarnan hjálpa til við þetta en er á fullu í ársritinu þessa dagana svo ég hef ekki tök á að gera þetta sjálfur.