Re: svar: Heilagari en Páfinn?

Home Umræður Umræður Almennt Um siðfræði hér á vefnum Re: svar: Heilagari en Páfinn?

#47647
0703784699
Meðlimur

Bandaríski fáninn er ekki og verður ekki merkisberi hins engilsaxneska tungumáls.

En þá víkur að lausn þessa vanda, hvað er hægt að setja í staðinn, press here for english, eða ??? Ef browsað er nóg á netinu finnst ef til vill betri lausn á máli þessu. Því miður hafa fleiri gerst sekir um slíkt hið sama, að líta á Bandaríska fánann sem málsvara fyrir hið talaða enska mál, og ætti svona smá mistök því ekki að særa neinn.

PS:
Hverjir eru þessir saklausu menn sem Bandaríkin eru að fara í stríð við? Efast ég stórlega um að Saddam nokkur Hussein verði talinn saklaus kórdrengur með líf margra á samviskunni, ef hann hefur þá einhverja. Bush er enginn dýrlingur heldur, fer hann í miklu offorsi í þessum stríðsleik sínum í leit að olíu sem þetta snýst jú allt um. En með því að halda úti einum bandarískum fána á heimasíðu í norðurhjara þessa heims held ég að við verðum seint talin vera að blanda okkur í slíkt.