Re: svar: Fyrirlestrar

Home Umræður Umræður Almennt Fyrirlestrar Re: svar: Fyrirlestrar

#50722
2806763069
Meðlimur

Já, markaðssetninginn var víst ekki upp á marga fiska fyrir þessa sýningu.

En Himmi þetta veltur nú allt á þér þar sem þú stendur í reglulegum bréfaskriftum við öll stóru nöfnin í bransanum!

Annars fór ég á myndasýningu hér í baunalandi á dögunum. Ansi ríflegt hús sem þeir heiga hérna í Down Town Köben bræður okkar í danska fjallakúbbnum (líklega nefndur eftir Himmelbjerget, og því ekki alpaklúbbur).

Í öllu falli var sýningin nokkuð áhugaverð (veit reyndar ekki hvað var verið að tala um, helv. danska). Það voru hinsvegar mikil vonbrigði að bjórinn var seldur. Þætti slík hegðun líklega hreinasta hneyksli í okkar ágæta klúbbi! Reyndar var verðinu líklega still eitthvað í hóf eins og telst til siðs í þessu landi. Ég veit hinsvegar ekki hvað það var, ég var of móðgaður til að láta bjóða mér upp á að borga fyrir bjórinn, þó þetta sjá bjerg- en ekki alpa-klúbbur.

Myndasýningin fjallaði hinsvegar um ferð 4 dana til Kína, um miðjan vetur til að klifra ís. (einhverjir kunna að minnast greinar í Climbing um sama svæði). Danirnir skemmtu sér vel. En eins og fyrverandi (umdeilanlega)Elitu hr…gikk sæmir gat ég ekki látið hjá líða að dæma aðeins klifurtaktana. Ég er ansi hræddur um að danirnir vinni okkur líka í ísklifrinu ef eitthvað var að dæma myndirnar, en reyndar bara í kvennaflokki (hjúkk!).

Skrambi góðir samt, miðað við að hæðsti punkturinn í landinu er brú!

Annars skemmtileg stemming í klúbbnum. Þetta var eins og að fara aftur um nokkur ár og vera kominn á Grensásinn. Nokkrir Pallar, Ollar og Kallar spígsporuðu um og sögðu sögur. Og svo var þarna líka hægt að sjá ófáar Önnu Lárur (þá fyrri). Ívarar og Hjaltar grúfðu sig yfir klifurblöðinn og Einhverjir Spánverjar af yngri kynnslóðinni hlupu um klæddir í Prana og LaSportiva.
Gaman að svona kúbbastemmingu! Er ekki annars bráðavaktin í sjónvarpinu á miðvikudögum?

Kv. Softarinn (mýkri og mýkri)