Re: svar: Festivalfréttir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Festivalfréttir Re: svar: Festivalfréttir

#51162
Skabbi
Participant

Jamm, sést á kortinu í samantektinni hans Sigga Tomma.

Úr pistlinum hans Sigga:

Aðkoma
Frá Akureyri eru rétt rúmir 70km að bænum Björgum. Frá Reykjavík til Akureyrar eru 388km.
Þjóðvegur 1 er ekinn frá Akureyri áleiðis til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Þegar komið er út Ljósavatnsskarð er beygt norður inn á þjóðveg 85 til Húsavíkur.
Þegar komið er um 15km út Kaldakinnina kemur vinkilbeygja yfir Skjálfandafljótið. Þaðan er beygt áfram til norðurs inn í Út-Kinn.
Þaðan er keyrt beint norður ca. 12km að bænum Björgum. Sú leið ætti að vera fær allt árið (nema kannski rétt eftir snjóbyl).
Frá Björgum er svo jeppaslóði sem liggur norður meðfram klettabeltinu niður að sjó og er hann fær litlum jeppum og jafnvel stærri fólksbílum þegar snjólítið er.
Ef slóðinn er ófær er ca. 2-3km gangur frá Björgum að fyrstu ísleiðunum.

Við Freyr leggjum af stað eftir vinnu í dag, verðum vonandi fyrstir í hús að Björgum.

sjáumst

Skabbi