Re: svar: Færi á hnjúkinn

Home Umræður Umræður Almennt Færi á hnjúkinn Re: svar: Færi á hnjúkinn

#51454
1610573719
Meðlimur

Ég fór með nokkuð stóran hóp upp Virkisjökl leiðina. Það er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei séð jafn mikið að sprungum á leiðinni þetta snemma. Það er ein massíf sprunga c.a. 1 km fyrir ofan Kaffiklett(hægt að sneiða framhjá henni með því að ganga nálægt Hvannadalshryggnum) og fórum við í línur þar og full ástæða til. Þaðan upp að Neðri Dyrhamri voru nokkrar minni lumskar sprungur. Við hliðina á Dyrhamri voru nokkrar sprungur en í bröttu brekkunni við efri endann á Efri Dyrhamri voru tvær massífar sprungur og við erum að tala um sprungur c.a. 1-2 m á breidd og a.m.k. 10-15 metra djúpar í það minnsta. Það er ennþá frekar auðvelt að velja hentugan stað til að komast yfir þessar sprungur á snjóbrúm en ég veit ekki hvað verður ef það fer að hitna verulega. Utan í Hnjúknum sjálfum virtist snjórinn vera að fjúka í rifskafla og get ég ekki séð að það hafi verið tiltakanlega mikil snjóflóðahætta þar nema meiru hafi kyngt niður eftir að við vorum þar á laugardagsmorguninn. Utan í sjálfum Hnjúknum voru þessar venjulegu sprungur en það var ekki að sjá að þær væru neitt óeðlilega opnar og djúpar eins og var að sjá þarna neðar. Ég skrapp upp á Efri Dyrhamar og var mjög gott færi á hann. Bara labbaði upp í göngubroddum með tvær klifuraxir. Því miður var skyggnið ekki gott svo ég þarf að koma þarna aftur í betra skyggni og njóta úsýnisins.
Olli.