Re: Svar: Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ég er að leita mér að ísklifur skóm. Re: Svar: Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

#54447
Arnar Jónsson
Participant

Ég á við svipað vandamál að stríða eins og Palli. Lappirnar mínar eru frekar breiðar þannig að ítalskir skór líkt og La Sportiva og Scarpa eru báðir fyrir frekar grennri fætur. Besta leiðin til að laga það er bara að kaupa leður skó vegna þess að þá geturu farið með þá til skósmiðs og látið hann víkka hann fyrir þig með því að setja þvingu inní skóinn og geyma yfir nótt. Það virkar að ég held bara mjög vel (hef samt ekki beina reynslu af því).
Annars hef ég heyrt betri hluti um La Sportiva skónna þessa dagana en Freney, auk þess sem hann er leður skór svo að það ætti að vera létta að víkka þá. Gummi stóri á annars báðar týpurnar og hefur notast við þær báðar svolítið. Ég held að hann geti svarað þér betur um hvað honum líki betur við.

Kv.
Arnar