Re: svar: Brýna ísskrúfur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Brýna ísskrúfur Re: svar: Brýna ísskrúfur

#51114
Siggi Tommi
Participant

Það er ekkert stórmál að brýna þetta sjálfur ef menn eru sæmilega handlagnir og með aðgang að skrúfstykki og góðri fínni þjöl.
Það þarf að klemma þær milli tveggja mjúkra trékubba og hafa nýja/nýlega skrúfu til viðmiðunar.
Gerði þetta um jólin í skúrnum hjá tengdó og það tókst bara alveg bærilega.
Reyndar er rétt að geta þess að þær verða aldrei 100% eins og nýjar því flöt þjöl nær aldrei akkúrat þeirri kúrfu sem er á skrúfunum frá framleiðanda. En mínar urðu allavega alveg 90% eins og ég vildi hafa þær.

Annars eru víst útilífsbúðir í Noregi og víðar með brýningarvélar, sem verksmiðjubrýna skrúfur. Máski er hægt að senda þeim skrúfurnar og láta græja fyrir sig.