Re: svar: Best in the West

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Best in the West Re: svar: Best in the West

#51410
0703784699
Meðlimur

….þetta lítur út f. að hafa verið þrælgaman. Skemmtilegt að sjá að Snjóbrettamenningin er að tröllríða fjallaskíða menningunni, eða skulum við segja fjallabretta menning?

Get ekki betur séð en að öll 5 split bretti landsins séu þarna með í för, og svo var einn sem gekk á snjóþrúgum sem gera þetta að 6 brettum í 10 manna ferð (f. utan Rúnar Óla) og því hlutfallið hátt hjá brettamönnum…þó einn græjuvitleysingurinn (reyndar tveir þar sem búnaður gekk kaupum og skiptum um borð) hafi rennt sér bæði á hlið og áfram í þessari ferð. Reyndis hann með valkvíða þegar verið var að taka sig til og var með tvöfalt sett af búnaði.

Er ég núna búinn að renna mér loksins á split bretti, sem ég fékk frá Burton og reyndist græjan hin mesta snilld. Mikli betri en ég þorði að vona. Hélt að bakið á snjóbrettabindingunni myndi aftra göngu eitthvað, en svo var ekki. Held meira að segja að þettta hafi verið mýkra og þægilegra að ganga í en fjallaskíðabúnaðinum með stífu skónum og öllu.

Well nóg í bili, vonandi verðið þið pínd meira með sögum úr þessari ferð….er ekki annars að koma út ársrit?

Himmi

Hérna er græjan, http://burton.com/ProductDetail.aspx?pid=19

Og svo má finna allar upplýsingar um þetta á http://www.voile-usa.com/ og má þarna finna video um hvernig þetta virkar.

PPS: Við erum með til sölu 2 auka Interface Kit-i (all unitið sem er til að breyta þessu í göngu bretti ásamt skinnum) til að setja undir SNjóbrettabindingar f. þá sem kaupa sér svona bretti…fæst á c.a. 18.000, eða það sem við greiddum f. það, án tolla og flutnings hingað, þannig að um kostakjör er að ræða. Viðkomandi þarf þá bara að redda sér split bretti sem ætti að vera hægt að fá núna off season á 30.000 +.