Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52268

Þar sem við Skabbi urðum frá að hverfa vegna íss sem ekki vildi tolla a sínum stað þarna um árið, þá langaði mig mikið að reyna að klára Þvergil alla leið upp og freistuðum við Gulli þess því. Þó svo að aðstæður væru ólíkt betri núna en síðast þá var þetta mjög torsótt og gríðarmikill snjór að setja strik í reikninginn, auk þess sem ísinn var verulega varasamur á köflum.

En þetta var hið mesta ævintýri sem stóð myrkrana á milli og vel það. Höftin urðu skemmtilegri eftir því sem ofar dregur og leiðinlegt að ná ekki að klára þetta. Nokkuð ljóst að maður þarf að reyna enn aftur og þá þegar dagurinn er lengri og minna um snjó og vesen. Reyndar ekki margir dagar eftir af mínu sísoni á Íslandi þennan veturinn en… I’ll be back!

Þetta svæði er alveg magnað og sagan sem Skabbi og Robbi höfðu að segja af Abdominal gefa góð fyrirheit. Svo fyrir utan þessar ísleiðir allar þá býður Snæfellsnesið uppá þvílíka möguleika í sambandi við fjallamennsku almennt.