Re: svar: Aðstæður á Tröllaskaga

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður á Tröllaskaga Re: svar: Aðstæður á Tröllaskaga

#50865
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Já, ég heimsótti Klængshólsbændur eftir jóladagana og fórum við Jökullinn tvo góða daga í Þverárgilið (ætluðum annan daginn í alpagírinn en 10°C hiti hamlaði för).
Sett voru toppakkeri í tvær nýjar mixleiðir, þar af var önnur þeirra af mjög háum kalíber og temmilega erfið fyrir byrjanda í mixklifri eins og mig. Hin var aðeins meira hnoð en töluvert erfiðari og var tyrfin fyrir reynsluboltann úr Skíðadalnum og ómöguleg fyrir mig.
Auk þessara leiða þurrtóluðum við klettaleiðina hans Jökuls frá í sumar eða árið áður en hún var ekkert spes og passaði illa við boltalínuna en þó ágætis skemmtun.
Við spottuðum svo efni í alla vega fimm flottar mixleiðir í viðbót innar í gilinu og einhverjar fleiri ekki alveg eins frambærilegar.

Jökull, kláraðirðu að fleygja boltum í leiðirnar?

Alla vega, skemmtilegur klettur og gaman að fá að spreyta sig á þessu svona brakandi fersku. Vonandi að menn kíki á þetta ef menn eiga leið um svæðið.