Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52487
2704735479
Meðlimur

Ég geri einnig athugasemd við eftirfarandi þrjár setningar:

1.
Í fundargerð stendur:
„Kristín Martha er ekki ánægð með samvinnu Ísalp við Klifurfélag Reykjavíkur (K.R.) um
klettaklifurfestival.“

Í raun:
Samvinna var höfð við Klifurfélag Reykjavíkur um framkvæmd klettaklifurhátíðar á Hnappavöllum. Klifurfélagið stakk upp á að haldin yrði hraðaklifurkeppni og metrakeppni í klifri um helgina og gaf verðlaun í keppnunum.

2.
„Hún telur Ísalp eiga sök á slæmri umgengni á klettafestivali á Hnappavöllum.“

Í raun:
Það sem undirrituð sagði var að henni fannst að Ísalp ætti að sjá til þess að umgengni um svæðið væri góð þessa helgi og skipuleggjendur færu síðastir af svæðinu til þess að tryggja það. Það var hins vegar ekki raunin þessa helgi. Það þýðir aftur á móti ekki að KM kenni Ísalp um slæma umgengni á svæðinu.

3.
„Kristín Martha vill að samstarf við K.R. sé sett inn í stefnumótunarplagg.“

Í raun:
KM óskaði eftir að samstarf við KR um klettaklifur yrði sett inn í stefnumótunarplagg.

Að lokum.
Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar í starfi. Ég vonast áfram eftir góðu samstarfi milli félaganna og á ekki von á öðru en að ný stjórn Ísalp taki þessum ábendingum vel.

Kristín Martha