Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48823
AB
Participant

Ja svei, er að sjá þessa umræðu fyrst núna.
Sú hugmynd að bolta í Stardal fær einkunina 0.0 í mínum huga. Ef ekki er hægt að tryggja með dóti í klettunum í vestari hnjúknum mætti skoða að bolta þar. En það væri fáránlegt að bolta í klettunum sem nú þegar er klifrað í. Síðast þegar ég klifraði í Stardal þá var það bara helvíti fínt. Why fix it if it ain´t broken?

Stardalurinn er eitt besta klifursvæði landsins. Stór hluti af ánægjunni sem fæst úr klifri þar er að leiðirnar eru tryggðar með dóti. Ég fer ekki í Stardalinn til að testa gripstyrkinn eftir vetur í Klifurhúsinu, ekki heldur til að keppast um að komast upp leiðir með sem hæsta gráðu. Ég fer í Stardalinn og nýt þess að fiska inn hnetu hér og setja inn vin þar og passa mig að detta ekki, klifra rólega og yfirvegað. Ég og flestir klifrarar sem ég þekki fara í Stardalinn vegna þess að klifrið er frábrugðið sportklifri.

Fjöldi þeirra sem mæta á Hnappavelli til að komast í gott sportklifur bendir ekki til að eftirspurn eftir góðu sportklifri sé orðin meiri en framboðið.

Palli talar um nýja tíma. Nýir tímar þýða ekki að grundvallarsiðferði í klifri eigi að breytast. Eigum við ekki líka að hætta að leiða í klifri, gamaldags hvort eð er?

Ívar og Stebbi, pant eitt pláss í bílnum fyrir mig og kúbeinið ef illa fer.

Kv, AB