Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55346

Við Skabbi fórum labbandi frá Skógum í gær. Þú ferð að komast í snjó svona uppúr 4-500m hæð ef mig minnir rétt. Svo er töluvert í að það verði skíðafæri. En það ætti þó að vera hægt að brúka þau vel áður en þú kemur að brúnni og svo alveg eftir það. Ég held að það væri fín hugmynd að bera með sér skíði fyrsta spölinn, sú vinna mun borga sig í heildina.

Það er auðvitað mikil aska þarna og ég veit ekki hversu vel það fer með skinn og skíði.

Annars var Leifur Örn þarna líka á svipuðum tíma og hann er örugglega betri en ég í segja til um skíðafæri.