Re: Re:Alpaævintýri Ágústs og félaga

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Alpaævintýri Ágústs og félaga Re: Re:Alpaævintýri Ágústs og félaga

#55518
Gummi St
Participant

Við Maggi komum aftur til landsins í nótt, en Jón og Ágúst eru komnir í frí á Ítalíu.

Við fórum Monte Rosa traversuna frá Breithorn til Margherita hut. Á fimmta degi (og síðasta í traversunni) fór að snjóa svo við héldum niður frá Margherita án þess að taka Dufourspitze sem er hæsti tindur Monte Rosa og næst hæsti á eftir Mt. Blanc. Og eftir orkusöfnun í Zermatt var ákveðið að sleppa Matterhorninu þar sem það var ennþá hvítt eftir ofankomuna.

Eftir þetta fórum við suður til Ítalíu í klettaklifur við Como vatn. Héldum til í þorpi sem heitir Lecco og þarna eru flottir klettar útum allt, prufuðum mesta slab klifur sem ég hef prufað á æfinni og alveg uppí vel slúttandi deep water solo. Frábær ferð !

Er að taka inn myndirnar, ég þvældist með rúm 3 kg af ljósmyndabúnaði alla ferðina og vona því að eitthvað verði nothæft úr safninu.

smá teaser:
http://www.flickr.com/photos/gummistori/4841123032/sizes/l/in/photostream/

kv. Gummi St.