Re: Re: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? Re: Re: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ?

#56513
Gummi St
Participant

Til upplýsinga:

Við höfum verið að liggja yfir veðurkortunum en það eru bölvuð lægðarkerfi að þvælast yfir landinu svo það er erfitt að segja til um veðrið fram í tímann.
Hinsvegar viljum við stefna á það að fara um helgina, hvort sem það verður dagsferð eða gistiferð einhvert í seilingarfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, hugmyndirnar eru að ef slæmt veður er á sunnudag að halda bara góðan klifurdag hér í nágrenninu og enda í félagsheimilinu og eiga góða stund þar. Annars er hægt að fara lengra og taka 2 klifurdaga.

Ekki er hægt að siga fjöldanum alla leið á Bíldudal með svona örstuttum fyrirvara svo það getur verið gott að eiga það inni á næsta ári.

Í núverandi spá gerir einnig ráð fyrir hlýindum eftir helgina og þá má guð vita hvort hægt sé að berja ís eitthvað meira á láglendinu í vor.

mbkv,
Stjórnin