Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58153
2802693959
Meðlimur

Þetta var mitt lóð Sissi … enda stendur efnið mér nærri.
Þú ert duglegur að draga fólk í dilka. En þeir sem gagnrýna verða líka að setja sig inn í þær aðstæður sem fjallgöngufólk er að glíma við að vetrum, en þær eru um margt frábrugðnar þeirri vetrarfjallamennsku sem þú ert að vísa í.
Undanfarin fimm ár má heita að nær mánaðarlega hafi ég gengið á fjöll með áhugasama Íslendinga sem eins og þú bendir á Sissi eru að átta sig á möguleikum fjallgangna að vetrarlagi. Þetta er áhugasamt fólk sem eins og gengur fer sínar eigin leiðir og finnur lausnir. Fyrir þennen hóp virðast hálkuvarnir vera ágæt lausn upp að ákveðnu marki en kúnstin er sú að þekkja takmörk þessa útbúnaðar, enda leysa hálkuvarnir ekki allan vanda. Ég er ekki í vafa um að helmingi fleiri væru búnir að slasa sig helmingi verr með því einfaldlega að renna á hausinn á svellbunkum á leið til fjalla eða í neðstu hlíðum þeirra þar sem engum (jafnvel ekki fullþjálfuðum björgunarsveitarmanni) ditti í hug að spenna á sig fullvaxna fjallabrodda.
En auðvitað eru alltaf einhverjir sem ganga of langt og leiðast út í aðstæður sem þeir ráða ekki við. Það myndu þeir líka gera á fullvöxnum fjallabroddum. Það á við um þá sem stunda fjallgöngur eins og aðra að þeir verða að læri á útbúnaðinn og ofmeta hann ekki. Hálkubroddar eiga við í sáralitlum halla þar sem aðeins er hætta á að hrasa en ekki á falli. Ef minnsta hætta er á alvarlegu falli þarf að koma til ísöxi og eftir aðstæðum alvöru broddar.
Gott dæmi um skynsamlega notkun heyrði ég hjá miklum fjallgöngumanni Leifi Hákonarsyni. En hann notar umræddar keðjur (hálkuvarnir) á leiðinni upp að Steini þar sem hann fer í alvöru fjallabrodda til að ganga upp á Þverfellshornið. Þannig er hann örugglega mun öruggari en þeir (e.t.v. flestir björgunarsveitarmenn sem annað hvort stunda fjallamennsku eða vetrarfjallamennsku) sem sennilega kjósa að ganga broddalausir á svellbunkum upp að Steini í útköllum nú eða með fullvaxna brodda undir hálf eða alstífum fjallaskónum og ekki bíð ég heldur í slysahættuna af því.
Með hverju ætlar þú að mæla?
Hvað snjóflóðin varðar er erfitt að bera gönguhópa saman við vélsleða-, fjallaskíða og fjallabrettafólk þótt þeir eigi það sameiginlegt að ferðast að vetrarlagi af því fjallgöngufólk reynir oftar en ekki að forðast snjó á ferðum sínum en velja frekar snjólétta hryggi eða brekkur þar sem steinar og melar standa upp úr. Að þessu sögðu tel ég mun árangursríkara að benda fjallgöngufólki sem langar að ganga til fjalla á veturna á að forðast alfarið allar 25-50° brattar snjóbrekkkur.
Þar fyrir utan þóttu mér ráðleggingar Safetravel í hefti sem gefið var út fyrir nokkrum misserum mjög gagnrýnivert og því hef ég varan á mér. Finn þetta hefti reyndar ekki núna og eins víst að það hafi verið fjarlægt.
bestu
Jón Gauti