Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Umræður Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55724
0703784699
Meðlimur

@Kalli – ég væri stoltari af nóbel í eðlisfræði en bókmenntum og bíð eftir tilnefningu.

Ég var nú bara að vitna í upphaflegu orðin þar sem talað er um að margir bera fyrir sig að vera langt undir 22kn mörkunum. En það er því miður alltof algengt hjá þeim sem hafa ekki kynnt sér málið nógu vel að þeir sjá 22kn á karabínu eða hvaða klifurbúnaði sem er og hugsa með sér að vá hún heldur c.a. 2.200 kg sem er miklu meira en nóg, enda ég bara vel undir 100 kg. Ég átti í umræðu við mann um þetta f. rúmu hálfu ári síðan í miðju klifri, og það þurfti þriðja mann til að sannfæra þennan einstakling og leiða hann úr villu síns vegar.

Dynema slingar geta verið hættulegir ef ekki rétt notaðir. En Björk bendir réttilega á það að nota búnaðinn eftir aðstæðum og í það sem hann er ætlaður.

Ég horfði ekki á þetta myndband enda sé nokkur svona áður og gert „live“ ´prófanir. Ég hafði heyrt af þessu með Dynema slinga og því nota ég þá bara til að gera langa tvista.

En þetta með fallstuðulinn small allt saman um leið og ég fattaði að það var verið að tala um spönn 2 en ekki sport klettaklifur með ground potential.

Later,