Re: Re: Hæðarmet á jeppa

Home Umræður Umræður Almennt Hæðarmet á jeppa Re: Re: Hæðarmet á jeppa

#56962
0801667969
Meðlimur

Já fróðleg lesning Sissi. Ýmislegt sem menn finna sér til dundurs. Eitthvað kvartaði kappinn um vandræði á klakabreiðunum. Skyldi hann ekki hafa heyrt um keðjur?

Fyrir rúmlega hálfri öld (3. Jan 1958) komust menn á Suðurpólinn í þriðja skiptið. Þar voru á ferðinni nokkrir Ferguson traktorar og voru fyrstu vélknúnu ökutækin sem þangað komust.

Þeir voru óbreyttir að öðru leyti en því að með lítilli fyrirhöfn var hægt að henda gúmmíbeltum utan á dekkin á þeim. Þegar færi var gott voru beltin tekin af og óbreyttir keyrðu þeir um Suðurskautið en beltin sett aftur á í þyngra færi.

Stundum var keyrt í yfir 3000 m hæð og virkuðu bæði bensín og dieselvélarnar óbreyttar býsna vel. Reyndar langt síðan ég las Hillary og Fuchs.

Hálfri öld síðar þá hamast menn hér heima á Klakanum að breyta jeppum nánast í traktora aftur til að komast sömu leið og engin heldur vatni.

Kv. Árni Alf. (hugsanlegur hæðarmetshafi á traktor og fólksbíl á Klakanum)