Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56948
Karl
Participant

Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

Quote:
Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.

Er það sjálfgefið að allar ÍSALP ferðir séu halarófuferðir fyrir byrjendur? Er klúbbfélögum sem hafa reynslu til að standa jafnt í báða fætur ómögulegt að gera e-h saman undir merkjum klúbbsins?

Hvað með klifurhelgar á Hnappavöllum? Eru Jón og Dúddi þarmeð á ábyrgð klúbbsins ef þeir meiða sig í einhverri leiðinni? -Hvernig í andsk. á klúbburinn að bera ábyrgð á mönnum sem klifra saman í línu? Verðum við þá ekki að hætta við Ísklifurfestivöl og jólaklifrið? Á klúbburinn að bera ábyrgð á því að tveir Dúddar sem klifra saman í línu setji inn nægar millitryggingar og að þeir hafi munað eftir því að klæða sig í síðu nærbuxurnar?

Og hvað ef klúbburinn stendur fyrir skíðaferð í Botnsúlur og Dúddi dettur á rassinn og meiðir sig? -Á sá sem skrifaður er fyrir ferðinni að bera ábyrgð á því?

Ég bara spyr