Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

Home Umræður Umræður Almennt Bratti-einu sinni enn. Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

#56425
Freyr Ingi
Participant

Hæ,

á aðalfundinum var rætt um að koma af stað Brattanefnd líkt og þeirri sem sér um Tindfjallaskála. Þeir sem sitja í þeirri nefnd eru:
Freyr Ingi, Guttormur, Tryggvi Stefánsson og Valli.

Áhugamönnum um Bratta er að sjálfsögðu velkomið að bætast í hópinn og hér með bent á að hafa samband við Tryggva til þess. (tryggs@gmail.com)

Markmiðið með nefndinni er í stuttu máli að ganga þannig um hnútana að Ísalp eigi skála í Botnssúlum sem sómi er að lokki þannig til sín fjallamenn.

Ætlunin er að fara í ástandsskoðun á Bratta um helgina og strekkja á stögum og sinna smávægilegu viðhaldi.

Í kjölfarið mun nefndin í samstarfi við stjórn Ísalp svo leytast við að finna heppilega lausn fyrir skálann okkar í Botnssúlum.