Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

Home Umræður Umræður Almennt Bratti-einu sinni enn. Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

#56423
Sissi
Moderator

Ég hugsa nú að það væri gáfulegt að ná saman góðum hóp um þetta eins og síðast, var kannski meira að meina að ég held að menn eins og Gutti viti alveg hvað sé gáfulegt að gera í málinu, hafa reynsluna til að taka svona ákvörðun.

Sjálfur hef ég ekki hundsvit á smíðum, þó að ég geti svo sem neglt dót saman ef einhver segir mér það (og passar þá að slasa sig ekki – Gísli, ha, ekki vera fyrir). En gut-feeling segir mér að það sé nú örugglega minna mál að byggja nýtt en að drösla Bratta til byggða og aftur heim. Enginn vegur t.d. svo ein ferð á snjó er klárlega betri en tvær, ef það kemur þá einhvern tíman snjór þarna. Þurfum líka að gá að því að þarna eru engin söguleg verðmæti sem við þurfum að spá í.

Að öðrum kosti er hægt að lappa eitthvað upp á hann en bendi á að hann er skakkur á grunninum, engin kamína, gat á þakinu, allt músétið, fúinn svo að það er hægt að tína hliðarnar í sundur osfrv. Lítur amk. ekki efnilega út fyrir mitt óþjálfaða auga

Sissi

https://picasaweb.google.com/sekkur/Bratti?authkey=Gv1sRgCKGum-zvns6l_gE#5375921395695302882

*nokkrar myndir og vídjó (#56), kannski er hægt að redda þessu en það þyrfti að gera það nógu vel til að fólk langi þarna uppeftir. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara tækifæri til að byggja aðeins rýmra hús og geta sinnt nýliðahópum og öllu þessu brattgengis- /fjallaskíðaliði sem er byrjað að skunda til fjalla.