Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57689
0801667969
Meðlimur

20 apríl kl: 10:00

Stafalogn og heiðskýrt hér uppi á Fjalli. Og skyggnið alveg mergjað.

Spáin fram í næstu viku gerir ráð fyrir sama veðri. Léttskýjuðu, hægviðri og talsverðu næturfrosti. Held að menn ættu að nýta sér þessar kærkomnu aðstæður til skíðaferða.

Kærkomin tilbreyting frá öllu hrakviðrinu í vetur.

Bjart í austri yfir Suðurjöklum og Heklu, norðri yfir Skjaldbreið og jöklunum norður af svo og vestur á Snæfellsjökli.

Kv. Árni Alf.