Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57427
0801667969
Meðlimur

Föstudagur 27. Jan. Kl. 10:00

Nú er þreifandi bylur í Bláfjöllum og sjálfsögðu lokað eins og í áhlaupinu í gær. Ansi umhleypingasöm spá fyrir næstu daga og örlítil hlýindi. Já það er ekki heiglum hent að reka skíðasvæði hér á SV horninu þrátt fyrir nægan snjó.

Minnir dálítið á veturinn í fyrra. Þá var mesti snjór í a.m.k. áratug en lítið opið vegna umhleypinga.

Annars geta menn varla kvartað. Utanbrautarfærið hefur farið sífellt batnandi í rúma viku og endaði með púðri upp í mitti í fyrrakvöld.

Mikilli snjókomu fylgja gjarnan snjóspýjur af ýmsum stærðum og gerðum sem gott er að gefa gaum. Ekkert síður þessum litlu. Oft er erfitt að sjá þetta fyrir. Gerist á sakleysislegustu stöðum.

http://www.youtube.com/watch?v=Qrdxc8RMh8I

Kv. Árni Alf.