Re: Nokkuð um serðingar norðan heiða…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helvítis fokking fokk í Tvíburagili Re: Nokkuð um serðingar norðan heiða…

#53485
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Já, fokkings fokk er það víst.
Við Jökull Bergmann ætluðum að þenja testósterónið í Ólafsfjarðarmúla í dag en það svæði býður upp á 20-50 leiðir á bilinu WI3 upp í eitthvað massíft (WI6 alla vega skilst mér) af lengd 50-100m.
Nú eftir hlýindin sem allir eru svo ánægðir með hafði flestum leiðum skolað út í Íshafið svo ekki urðu nein stórræði framkvæmd. Kíktum yfir í Ólafsfjörð og beyond en þar var fátt um fína drætti. Enduðum því um hádegið á prýðilegri rómantískri fjörugöngu að skoða aðgengilegasta hluta Múlans (muna að vera ekk þarna á háflóði). Eftir suicidal drulluklifur og nesti var ákveðið að fara í einu línuna á þessu svæði sem ekki var að flysjast af klettunum og varð úr prýðisskemmtun í góðum ís og ekki svo góðu grjóti.
Afraksturinn varð leiðin „Hart í bak“ (ef JB mótmælir ekki) og fær hún gráðuna WI4 (20m bratt og 10m brölt í ís) og svo 30m D4 (drulluspíru-viðbjóðs af slatta alvarleika en aðallega ófögnuði samt).
Vonandi að fleiri leiðir verði til þarna þegar frystir aftur.