Re: Hvalur II

Home Umræður Umræður Almennt Glymsgil Re: Hvalur II

#49263
Anonymous
Inactive

Þegar við Palli frumfórum Hval II þá var ég að klifra aðra spönn rétt að koma upp úr lóðréttum kafla og lenti í að ísinn sem axirnar voru í flagnaði (nærri hálfur fermeter á ávalri brún alltaf hættuleg yfirborðsspenna á svoleiðis stöðum) og ég flaug um 9 metra afturábak. Ég bölvaði ansi hressilega þar sem mér fannst ekkert gaman að þurfa að klifra þennan lóðrétta kafla aftur. Ég lét mig hafa það og get fullyrt að þessi leið er GRAND leið sérstaklega síðasta spönnin þar sem við(Palli) fórum bakvið ísþil og brutum okkur leið í gegn(Stækkuðum gat) og þaðan eru um 10-15 metrar lóðréttir upp á brún. Get ekkert annað en mælt með þessum leiðum þær eru klassískar og alveg frábærar og ekki er umhverfið til að skemma fyrir.