Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#64227
Skabbi
Participant

Við Bjöggi renndum inn í Brynjudal í morgun, keyrðum inn að skógrækt og klifruðum þar fyrir ofan. Ekki allveg nógu mikið að gerast, bara ein leið fær fyrir ofan skógræktina, oftast eru nokkrar léttar leiðir þar. Engin af stóru leiðinum norðanmegin í Brynjudalnum inni, nema kannski Nálaraugað. Margar af léttari, stöllóttu leiðunum litu hinsvegar þokkalega út. Efsta haftið í Ýringi var svínfeitt, eins og margt annað sunnanmegin í dalnum. Neðri höftin samt þunnildisleg. Eilífstalur fjarskafagur, Þilið í kjöraðstæðum, ef einhver nennir…

Skabbi