26 related routes

Kona

V. gráða

Klettaleið sem fylgir hryggnum vestan við Miðgil, og einnig yfir nálina sem prýðir forsíðu ársritsins ’85. Leiðin var farin í kulda og snjó, og voru erfiðustu hreyfingarnar af V. gráðu en heildin af IV. gráðu.

Farin í frosti og snjó. Hryggur á milli gilja 2 og 3. Byrjað lítið eitt vinstra megin við gil 3 og upp miðjan hrygginn. Komið er við á Nálinni (Sjá forsíðu 1985) og áfram upp kletta til vinstri.

Leiðin er rétt vinstra megin við leið 3 (nákvæm staðsetning óskast).

FF. Haraldur Ólafsson og Víðir Pétursson, 26. apríl 1989

Vesturhryggur Stúts

V+, A2

Erfið leið upp á tindinn Stút vestanverðan (endar á sama stað og leið 14), hefst á A2 stigaspönn (Nákvæm staðsetning óskast).

FF.Kristinn Rúnarsson og Snævarr Guðmundsson, október 1987

Sunnanmóri

III. gráða

Leið sunnan við Móra, milli leiða 15 og 17 (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).

FF. Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1988

Hnetubrjótur

Leið númer 3a. á mynd

Leiðin liggur upp klettahrygg á milli tveggja gilja. Gilin eru leið 3. sem er Miðgil og leið 4. sem er Anabasis.

Klifrið er laust og mosagróið neðst en bergið verður fastara í sér eftir því sem ofar dregur. Hreyfingar í efstu spönnum eru allt að 5.8/9

Leiðin er dótaklifurleið og ekki hafa verið boltaðir stansar, líkt og í Heljaregg. Leiðin er klofin í tvennt af stórum mosastalli í miðri leið. Þegar komið er á mosastallinn þarf að ganga u.þ.b. eina spönn inn að seinni klettaveggnum, þar er bergið orðið betra.

Lýsing á leiðinni frá Pál Sveinsyni hljómar svona: Mjög langt, margar spannir, fullt af dóti og frekar erfit.

Sjá má skemmtilegar myndir úr uppferðum hér og hér

FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 1986