Grundarfoss WI 5

Leið númer 2.

Rétt áður en komið er að Grundarfirði ef ekið er í vesturátt, sést Grundarfoss ef litið er til vinstri. Við hlið hans er Morsárfoss sem er stórglæsilegur foss einnig. Stutt er frá þjóðveginum og inn að fossunum. Hægt að aka langleiðina inneftir.

Út frá Grundarfossinum sjálfum, sem var ekki fullkomlega frosinn, myndast nokkuð breitt ísþil sem við klifruðum í. Þilið er vel bratt og víða stórar regnhlífar. Fórum þetta í einni 50m spönn sem endaði á sillu. Þar fyrir ofan var nánast íslaus veggur, um það bil 15m hár.

FF: Björgvin Hilmarsson og Skarphéðinn Halldórsson, 14. apr. 2006, 70m

Crag Snæfellsnes
Sector Grundarfjörður
Type Ice Climbing
Markings

0 related routes

Leave a Reply